Hrafnarnir lásu áhugavert viðtal við Friðrik Þór Snorrason, forstjóra tryggingatæknifyrirtækisins Verna í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Friðrik  Þór var um hríð forstjóri RB og ætti því að þekkja innviði íslenska fjármálageirans vel. Eitt í viðtalinu vakti sérstaka eftirtekt hrafnanna. Það var ábending Friðriks Þórs um að þrátt fyrir svipaða stærð Sjóvá og VÍS væri rekstrarkostnaður þess fyrrnefnda 800 milljónum lægri.

Eins og flestir vita keypti fjárfestingafélagið Skel í VÍS á dögunum og er nú fjórði stærsti eigandi félagsins með um 7,3% hlut. Leiða má líkum að því að Ásgeir Helgi Reykfjörð, nýráðinn forstjóri Skeljar, sé meðvitaður um ábendingar Friðriks Þórs og fleira sem aðrir koma enn ekki auga á. Hrafnarnir búast því við lítilli lognmollu kringum tryggingafélögin þegar líða tekur á árið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .