Reykjavíkurborg efndi til útboðs í síðustu viku og skuldabréfamarkaðurinn hló

Segja þau viðbrögð allt sem segja þarf að fjárhagsstöðu borgarinnar. Einungis bárust tilboð fyrir 260 milljónir í verðtryggða flokkinn sem boðinn var út og sá borgin sér einungis fært um að taka tilboðum fyrir 120 milljónir á kjörum sem eru verri en á verðtryggðum fasteignalánum íslenskra heimila. Er þetta sambærilegt við það ef Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi farið í bankann sinn og beðið um að hækka persónulega yfirdráttarheimild sína um 120 krónur.

En hrafnarnir velta fyrir sér hvað borgin ætli að gera við þessar 120 milljónir. Svarið virðist augljóst: Meirihlutinn í borginni er loksins að gefast upp á þessari fjárhagsóreiðu og er að leita sér að huggulegu raðhúsi á Álftanesi til að flytja í.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill fyrst í blaðinu sem kom út 13. mars 2024.