Fréttastofa RÚV leitaði sem vonlegt eftir svörum frá Umhverfisstofnun til að fá upplýsingar um loftgæði í byggð daginn sem eldgosið hófst vegna gasstreymis frá eldgosinu. Þar fengust þau svör að enginn gæti svarað því sem stendur þar sem margir stofnunarinnar væru í fríi. Þetta vakti athygli hrafnanna enda ekki því vanir að fólk og fiðurfé haldi sig afsíðis um hábjargræðistímann. Að ekki sé minnst á þegar náttúruhamfarir ganga yfir.

Þetta afslappaða andrúmsloft ríkisstofnana kom enn betur í ljós á dögunum þegar Viðskiptablaðið leitaði viðbragða Fjölmiðlanefndar við nafnlausum áróðursauglýsingum VR sem fluttar hafa verið í ljósvaka- og samfélagsmiðlum frá 12. júli. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri nefndarinnar, og hennar fólk könnuðust ekkert við þetta enda sennilega verið að gera eitthvað allt annað í sumar en að fylgjast með fjölmiðlum.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. ágúst 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði