Nýr vefur hönnunarvörumerkisins FÓLK Reykjavík er fyrsti íslenski vefurinn til að nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) til að aðstoða neytendur við að skoða og kaupa vörur á netinu.

Með tækninni getur fólk með hjálp farsímans, án annars hugbúnaðar, séð húsgögn af netinu eins þau væru inn á heimilinu í raunstærð. Einnig er hægt að virða fyrir sér hönnunina í þrívídd frá öllum sjónarhornum og færa hana til og láta hana passa í rýminu.

Vefurinn endurspeglar nýjustu strauma í vefverslun og er unnin af íslenska fyrirtækinu KOIKOI sem sérhæfir sig í vefverslunum og sjálfvirkni. Auk þess sá hönnunarstofan UNDIREINS um útfærslu á þrívíddarmyndum fyrir Shopify AR.

Tæknin nýtist þó ekki bara þegar við kemur húsgögnum en notendur Shopify hafa þegar nýtt hana á fjölbreyttan hátt og má þar nefna heimilistæki, reiðhjól, leikföng, sólgleraugu og töskur. Gagnsemi og ávinningur af auknum veruleika fyrir vefverslanir er ótvíræður.

Aukinn veruleiki getur komið sér vel á þessum undarlegu tímum Covid 19, þar sem fólk er kannski hikandi við að fara í verslun. Ljóst er að áhuginn er til staðar en nú þegar hafa yfir 3.700 manns skoðað síðuna síðan síðastliðinn mánudaginn, segir Einar Thor “Stafrænn stjórnandi” hjá Koikoi. Hægt er að skoða síðuna hér .