Ford á Íslandi frumsýnir nýjan og endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus bílinn nú á dögunum sem sigurvegara IVOTY 2024.

Bíllinn er fáanlegur beinskiptur eða sjálfskiptur og í tveimur lengdum. Hann er með 2.0l EcoBlue dísilvél, 136-170 hestöfl og fæst fram- eða fjórhjóladrifinn. Rafmagnsútfærsla af sendibílnum er væntanleg síðar.

Nýja kynslóðin af Ford Pro, sem kom á markað um alla Evrópu fyrr á þessu ári, býður upp á breitt úrval af útfærslum og kynnir einstaka, stafræna og viðskiptavinamiðaða eiginleika eins og 5G netbeini fyrir ofurhraða tengingu, afhendingaraðstoð sem getur sparað meira en 20 sekúndur í hverju stoppi, Alexa innbyggt frá verksmiðjunni, hallandi stýri og fjölhæfa MultiCab yfirbyggingu.

Hann er búinn 13" snertiskjá og er með einstaklega snjallt stýri sem þú getur fellt niður ef þú vilt nota það sem borð þegar bílnum er lagt.