Sigurður Héðinn hefur áratuga reynslu í stangaveiði, bæði sem leiðsögumaður og í fluguhnýtingu. Í laxveiðiheiminum er hann gjarnan kenndur við sína frægustu flugu Hauginn og kallaður Siggi Haugur.

Sigurður Héðinn segir að til að byrja með sé gott fyrir fólk, sem sé að byrja, að fá ábendingar frá reyndum veiðimönnum um val á flugum.

„Áður en langt um líður eignast allir sínar uppáhalds veiðiflugur og veiðiboxin munu hægt og rólega fyllast."

Hann hefur sett saman byrjendabox fyrir lesendur, með flugum sem hann telur henta fyrir flestar laxveiðiár. Listinn er hér fyrir neðan. Tiltekið er hversu margar flugur á að taka og númer á krók.

Bláma og Evening Dress, báðar létt dressaðar. (2 stk. túpur).
Frances Hexagone, rauður og svartur. (2 stk. túpur).
Haugur (2 stk. #12 og #14) og Von (2 stk. #12 og #14).
Silver Sheep (2 stk. #12 og #14) og Skuggi (2 stk. #12 og #14).
Skuggi skáskorinn (2 stk. túpur).
Haugur, (2 stk. míkró gárutúbur).

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Veiði, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.