Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu sport- og veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar á vef blaðsins:

1. McGregor tekjuhæsti íþróttamaðurinn
Írski bardagakappinn Conor Mcgregor er tekjuhæsti íþróttamaður í heimi með 180 milljónir dala í tekjur á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt lista Forbes.

2. Sýn og Viaplay deila Meistaradeildinni
Nordic Entertainment Group (NENT Group), móðurfélag streymisveitunnar Viaplay, hefur tryggt sér sýningarréttinn af Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, frá 2021/2022 tímabilinu, í samstarfi við Sýn.

3. Alin upp í veiðihúsi
„Það má eiginlega segja að ég sé alin upp í veiðihúsi enda get ég ekki hugsað mér sumar án þess að vera í veiðihúsi," segir Kristín Ingibjörg Gísladóttir veiðikona, sem eyðir stórum hluta sumarsins við laxveiðiárnar við Vopnafjörð.

4. Færeyingur ríkasta e-sport stjarnan
Ríkasti rafíþróttamaður, eða e-sport stjarna, heims er færeyingurinn Johan Sundstein, en hann er betur þekktur undir notendanafni sínu N0tail í tölvuleikjasamfélaginu.

5. Búið að manna Viaplay skútuna
Viaplay hefur kynnt til leiks hverjir muni manna Meistaradeildarskútu streymisveitunnar þetta tímabilið. Viaplay deilir sýningarréttinum af Meistaradeild Evrópu með Stöð2 Sport.