Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu sport- og veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 6 til 10 yfir þær mest lesnu.

6. Ferguson, Mané, Zlatan og versta lið heims
Viaplay hefur fjárfest ríkulega í íþróttaheimildarmyndum og standa m.a. fyrir norðurlandafrumsýningu á mynd um Sir Alex Ferguson.

7. Skellti 440 milljónum á Tampa
Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers mættust í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl og lagði verslunarmaðurinn Jim McIngvale 3,4 milljónir dollara undir á sigur Tampa.

8. Nýr þjóðarleikvangur í Turninum
Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi opnaði í Turninum í Kópavogi síðasta sumar undir heitinu Arena.

9. „Ég var í þeim túr“
Tökum er lokið á kvikmyndinni Allra síðasta veiðiferðin, sem er framhald á Síðustu veiðiferðinni. Í fyrr myndinni var frægt atriði þar sem veiðimenn komu að líki í heita pottinum.

10. Ólympíuleikarnir orðnir of stórir?
Ólympíuleikarnir hafa reynst mótshöldurum mjög dýrir í gegnum söguna en leikarnir hafa frá árinu 1960 aldrei staðist fjárhagsáætlun, hvorki vetrar- né sumarleikarnir.