Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot á laugardaginn kemur. Hinn franski Peugeot E-2008 hefur verið söluhæsti bíllinn í sínum stærðarflokki í Evrópu í meira en þrjú ár og er með uppfærða hönnun, tækni og rafvæðingu.

Framsækið og nútímalegt útlit nýja Peugeot E-2008 er undirstrikað með LED fram- og afturljósum sem tákna klær ljónsins, nýju grilli sem setur sterkan svip á bílinn ásamt nýjum álfelgum og nýju glæsilegu myndmerki Peugeot.

Bíllinn er með i-Cockpit® 3D innréttingu með 10“ margmiðlunarskjá sem veitir framúrskarandi akstursánægju. Nýi bíllinn kemur með hagkvæmari rafmótor og aukinni drægni, allt að 406 km skv. WLTP mælingu.

Næstum 700.000 eintök hafa verið framleidd af Peugeot 2008 síðan hann kom á markað í lok árs 2019 og hefur bíllinn verið í toppsætum yfir söluhæstu bíla Evrópu í sínum flokki öll árin. Árangurinn má ekki síst þakka rafbílaútfærslunni sem var brautryðjandi í rafvæðingu í sínum flokki og hefur selst í meira en 75.000 eintökum. Rafbíllinn Peugeot E-2008 hefur einnig notið mikilla vinsælda á Íslandi síðustu ár.