Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg dagana 15.–24. febrúar en bíllinn er ein táknmynda stefnu Peugeot í rafbílum og er nú kominn á markað í nýrri mynd.

Búið er að fríska upp á hönnunina á bílnum með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni sem er allt að 409 km skv. WLTP mælingu. Nýr Peugeot E-208 býður upp á sportlegt útlit og einkennandi skrautlýsingu að framan sem er tákn fyrir klær ljónsins og gefur bílnum sterkan svip og persónuleika ásamt nýju Peugeot merki sem endurspeglar hágæði bílsins. Nýr E-208 með allt að 409 km drægni samkvæmt WLTP og bíllinn er með nýjustu kynslóð upplýsinga- og afþreyingarkerfis.

Það má segja að E-208 sé arfleifð níu kynslóða Peugeot bíla sem hefur notið mikillar velgengni síðan hann kom á markað í lok árs 2019. Yfir milljón eintök hafa verið framleidd og árin 2021 og 2022 var Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Evrópu.

Þessi árangur er að miklu leyti að þakka velgengni rafbílsins E-208 sem var mest seldi rafbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki. Nýi rafbíllinn mun nú fást í þremur útfærslum með nýjum 115 kW/156 hestafla mótor og 51 kWh rafhlöðu sem gefur allt að 409 km drægni skv. WLTP mælingu.

Bíllinn er vel búinn aksturs- og öryggisbúnaði. Má þar nefna nýjar háskerpumyndavélar að framan og aftan ásamt vali um blindpunktsaðvörun sem veita 360° yfirsýn af umhverfi bílsins og gera það auðvelt að leggja í stæði. Fáanlegt í GT útfærslu. Peugeot E-208 er fáanlegur með nýjustu kynslóð af aðstoðarkerfum sem auka öryggi og ánægju í akstri.

Sem dæmi um fjölbreytta ökumannsaðstoð sem er fáanleg í E-208 má nefna: Hraðastilli (e. Cruise control), nálægðarskynjara og blindpunktsaðvörun, LED aðalljós með sjálfvirkri hæðarstillingu, aðlögunarhæfan hraðastilli, umferðaskiltalesara, veglínuskynjara með hjálparstýringu, ökumannsvaka, öryggishemlun og áðurnefndar fram- og bakkmyndavélar.