Rafbíllinn Renault Scenic var í dag valinn bíll ársins á bílasýningunni í Genf í Sviss. Þetta er í sjöunda sinn sem Renault vinnur titilinn í 60 ára sögu verðlaunanna.

Scenic hlaut 329 stig í atkvæðagreiðslunni en 58 dómarar frá 22 löndum völdu bíl ársins. Í öðru sæti var BMW 5 með 308 stig og í þriðja sæti varð Peugeot 3008 með 197 stig.

Renault Scenic er fjölskyldubíll í miðstærð sem drífur allt að 610 km á hleðslunni. Fyrstu bílarnir koma til Ísland í vor.

Athygli vekur að meirihluti bílanna sem kepptu um bíl ársins 2024 eru rafbílar. Hér er listinn yfir þá sem komust í lokaumferðina.

Atkvæðagreiðsla í bíl ársins 2024

Renault Scenic 329
BMW 5 308
Peugeot 3008 197
Kia EV9 190
Volvo EX30 168
BYD Seal 131
Toyota C-HR 127