Eiríkur Bragason verkfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arctic Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eiríkur mun hafa umsjón með nýjum verkefnum félagsins með megináherslu á raforku- og varmaorkuver í Evrópu.

Arctic Green Energy sérhæfir sig í lausnum sem byggja á jarðvarma til hitunar, kælingar og til raforkuframleiðslu. Félagið er með höfuðstöðvar í Singapúr og starfsemi í Kína og Evrópu.

Eiríkur starfaði áður sem framkvæmdastjóri KS ORKA Renewables í Singapúr, sem byggði upp raforkuverkefnin Sorik Marapi og Sokoria í Indónesíu ásamt öðrum verkefnum í Evrópu.  Þar áður var Eiríkur framkvæmdastjóri hjá ORKA Energy Singapore, nú Arctic Green Energy, við uppbyggingu á hitaveitum í Kína og jarðhitaþróun á Filippseyjum.  Hann var meðal annars staðarverkfræðingur Hellisheiðarvirkjunar, staðarverkfræðingur við stækkun Nesjavallavirkjunar og fjölda annarra jarðhitaverkefna í Asíu og Evrópu.

Eiríkur er með Dipl.-Ing. verkfræðigráðu frá TU Berlín á sviði virkjana og verkefnastjórnunar, ásamt menntun á sviði viðskipta og stjórnunar.

„Við erum mjög ánægð að fá Eirík aftur til liðs við félagið og nú til að leiða uppbyggingu á nýjum verkefnum félagsins með megináherslu á Evrópu” segir Haukur Harðarson, stjórnarformaður og stofnandi Arctic Green Energy: