Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans. Áður starfaði hún sem sem forstöðumaður Tækniþjónustu Nova og þar áður sem framkvæmdastjóri Þjónustusviðs Þjóðskrár. Þetta kemur fram á vef Landsbankans.

Gróa er með B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku með áherslu á verkefnastýringu. Þar að auki er hún með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Mikla breytingar hafa átt sér stað í Landsbankanum í vikunni. Í gær voru þeir Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar bankans og á mánudaginn var Kristín Rut Einarsdóttir ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.