„Undirbúningur fyrir ostruræktina hófst fyrir þremur árum þegar við sóttum um leyfi. Við fengum leyfið ári seinna en þá var of langt liðið á sumarið til að hefja ræktunina. Fyrstu lirfurnar fóru því ekki í rækt fyrr en í júlí í fyrra,“ segir Kristjáns Phillips, framkvæmdastjóra Víkurskeljar.

Í fyrra voru fluttar inn þrjú hundruð þúsund smáostrur sem líkar dvölin vel í Skjálfandaflóa og stækkuðu um þrjá sentímetra á fyrsta ári.

„Við ætlum að flytja inn milljón smáostrur á þessu ári, sem gera um 100 tonn þegar þær er komnar í markaðsstærð. Þær eru ræktaðar í þar til gerðum ostrupokum sem settir eru í grindur eða búr og hengdir út á langlínur. Þrjátíu grindur eru á hverri línu og þegar fullum afköstum hefur verið náð verða línurnar ansi margar. Það er gaman að segja frá því að fyrstu þreifingar til að rækta ostrur hér á landierufrá1939þegarsóttvarum leyfi til slíks og lög sett um ostrurækt. Leyfið fékkst ekki á þeim tíma og við erum því þeir fyrstu sem förum út í þetta á Íslandi,“ segir Kristján.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Nýsköpun sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .