Slitabú gömlu bankanna munu þurfa að greiða allt að 850 milljarða króna í stöðugleikaskatt ef þau gera ekki nauðasamninga sem uppfylla ákveðin stöðugleikaskilyrði fyrir áramót. Það er um það bil jafn mikið og allar innlendar eignir slitabúanna. Frumvörp vegna afnáms hafta munu koma fram í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynna nú aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna losunar fjármagnshafta á blaðamannafundi í Hörpu. Í kynningu ráðherrana kom fram að viðmiðin vegna lausnar vandans hafi verið að virða lög, alþjóðlegar skuldbindingar og tryggja jafnvægi, að gengi krónunnar endurspegli raunhagkerfið, að aðgerðirnar taki sem minnstan tíma, séu sem einfaldastar og grundvallist á hagsmunum heimila og fyrirtækja.

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar um afnám hafta stendur enn yfir. Viðskiptablaðið mun gera ítarlegar grein fyrir aðgerðunum að fundinum loknum.