Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi í verslunum Vínbúðanna en í lítrum var salan 1,4% minni en árið 2008.

Þetta kemur fram á vef Vínbúðanna en til gaman má geta þess að mikið annríki var í Vínbúðunum 30. desember þar sem alls voru seldir tæplega 279 þúsund lítrar sem er 14,1% meiri sala en á sama degi árið áður. Sem kunnugt er hækkaði áfengisgjaldið um 10% um áramót.

Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en sala hvítvíns var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu en salan þar var 5,1% meiri en árið áður.

Þá kemur fram að sala lagerbjórs dróst lítillega saman  en sala á ókrydduðu brennivíni og vodka var 12% minni.  Einn mesti samdráttur ársins var í blönduðum drykkjum en sala þeirra dróst saman um tæplega 37% á árinu.

Sjá nánar á vef Vínbúðanna.