Vinnumálastofnun barst ein hópuppsögn í nýliðnum mánuði þar sem 32 var sagt upp störfum. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að fólkið starfaði í fiskvinnslu. Kampur á Ísafirði sagði upp öllu starfsfólki í rækjuvinnslu á mánudag. Þeir voru 32 talsins. Starfsmennirnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Fram kom í tilkynningu Kampa í tengslum við málið í vikunni að ástæða uppsagnanna sé árstíðabundin óvissa í hráefnismálum í rækju næstu mánuði sem og væntanlegt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á úthafsrækju sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum.

Það sem af er ári hafa sex tilkynningar borist um hópuppsagnir á árinu þar sem 147 manns hefur verið sagt upp störfum.