Verkfræðistofan Verkís hagnaðist um 218 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 254 milljóna króna hagnað árið áður.

Tekjur félagsins námu rúmlega 5 milljörðum króna. Eignir námu tæplega 1,5 milljörðum króna og eigið fé stofunnar nam 742 milljónum króna. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 3,7 milljörðum króna en að meðaltali starfaði 281 starfsmaður hjá fyrirtækinu í fyrra. Sveinn Ingi Ólafsson er framkvæmdastjóri félagsins.