Um 24 þúsund viðskiptavinir Icesave í Bretlandi eiga enn eftir að endurheimta fé sitt af innistæðureikningum bankans en byrjað var að endurgreiða af reikningunum í Nóvember.

Í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph kemur fram að um 198 einstaklingar áttu innistæður á reikningunum en um 174 þúsund hafa nú fengið endurgreitt eftir að breska fjármálaeftirlitið heimilaði endurgreiðslur af reikningunum.

Samkvæmt upplýsingum frá breska fjármálaeftirlitinu geta einstaklingar millifært fé sitt í heimabanka til 30. desember n.k. en eftir það þarf að fylla út sérstaka beiðni hjá eftirlitinu sem getur tekið allt að sex vikur að afgreiða.

Samkvæmt frétt Daily Telegraph er búið að endurgreiða um 3,2 milljarða punda.

Sjá nánar frétt Daily Telegraph.