Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna rann út 7. nóvember sl.

Menntamálaráðuneytinu bárust 34 umsóknir um stöðuna.

Umsækjendur eru:

  • Aðalsteinn J. Magnússon, sjálfstæður ráðgjafi,
  • Árni Ólafur Lárusson, sölufulltrúi,
  • Árni Árnason, framkvæmdastjóri,
  • Bergur Þór Steingrímsson, löggiltur fasteignasali,
  • Davíð Gunnarsson, viðskiptafræðingur,
  • Einar Einarsson, viðskiptafræðingur,
  • Guðjón Viðar Valdimarsson, sérfræðingur, Master of Science/Finance,
  • Guðrún Inga Ingólfsdóttir, löggiltur verðbréfamiðlari,
  • Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri,
  • Gunnar Jón Yngvason, sérfræðingur,
  • Gunnar Karl Níelsson, markaðsfræðingur,
  • Gunnar Örn Jónsson, viðskiptafræðingur,
  • Gylfi Ásbjartsson, verkefnastjóri,
  • Hafliði Hjartar Sigurdórsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
  • Halldór V. Frímannsson, lögmaður,
  • Hallgrímur Ólafsson, hagfræðingur,
  • Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
  • Hákon Jónsson, löggiltur fasteignasali,
  • Jón H. Karlsson, viðskiptafræðingur,
  • Kristján Björgvinsson, forstöðumaður,
  • Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur,
  • Olga Hanna Möller, viðskiptafræðingur,
  • Ólafur Freyr Þorsteinsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
  • Ólafur Hrafn Ólafsson, fyrirtækjasérfræðingur,
  • Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
  • Óskar Örn Árnason, viðskiptafræðingur,
  • Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri,
  • Sigrún Kjartansdóttir, viðskiptafræðingur M.Sc.,
  • Sigurjón Hjartarson, framkvæmdastjóri,
  • Sigurður Árni Kjartansson, hagfræðingur M.Sc.,
  • Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri,
  • Tamara Lísa Roesel, kerfisfræði,
  • Þorsteinn Guðbjörn Ólafsson, viðskiptafræðingur og
  • Þorvaldur Ingi Jónsson, fjármálaráðgjafi.

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára.

Þetta kemur fram á vef menntamálaráðuneytisins.