Verðbólga á ársgrundvelli var 3,5% í OECD ríkjunum í janúar síðastliðnum. Neysluverð jókst um 3,5 á árinu 2007 samanborið við 3,4% árið 2006.

Sé miðað við hækkun á einum mánuði, frá desember 2007 til janúar 2008 hækkaði neysluverð um 0,2%.

Neysluverð á orku jókst mest eða um 13,7%. Þá hækkaði neysluverð á matvörum um 5,1%.

Ef orka og matvara er aðskilin neysluverði er um að ræða hækkun upp á 2% á ársgrundvelli.

3,2% hækkun á evrusvæðinu

Á evrusvæðinu mælist samræmd vísitala neysluverðs (HICP) 3,2% á ársgrundvelli samanborið við 3,1% árið 2006. Þá hækkaði sú vísitala um 0,4% á milli nóvember og desember 2007 og eins á milli desember 2007 og janúar 2008.

Sé orkuverð undanskilið er hækkun á ársgrundvelli 1,7%.

Í Bandaríkjunum hækkaði neysluver um 4,3% á ársgrundvelli árið 2007 samanborið við 4,1% árið 2006.