Fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar er á leið með nýja stöð í loftið. Hún mun heita Stöð 3. Ari Edwald, forstjóri 365, er fámáll þegar hann er spurður út í nýju stöðina.

„Við erum ekkert byrjaðir að kynna hana. En hún er á leiðinni og þetta er sjálfstæð stöð,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður áhersla á íslenskt efni. „Ég vil ekkert segja frekar um hennar áherslur. „Það kemur allt í ljós á næstu dögum,“ segir Ari. Hann segir stutt í að efnið verið kynnt.

365 miðlar reka nú þegar Stöð 2 og allar undirstöðvar hennar, Vísi, Fréttablaðið og Bylgjuna.