Hundrað og fímmtíu mál hafa verið til skoðunar hjá embættinu frá því það var sett á laggirnar fyrir fjórum árum. Dómar hafa fallið í sex en 29 málum hafa verið til rannsóknar hjá embættinu hafa ekki komist áfram og þeim hætt. Það sem af er ári hafa 37 ný mál komið inn á borð Ólafs. Nokkur málanna tengjast efnahagshruninu árið 2008. Ólafur býst við að umfang þeirra rannsókna verði verulegt.

Hæfilegur starfsmannafjöldi núna - en það gæti breyst

Ólafur svaraði fyrirspurnum um embættið á netmiðlinum Spyr.is . Þar er hann m.a. spurður að því hvort hann teldi æskilegt að hann hefði mikið af starfsfólki miðað við umfang verkefna.

Ólafur svarar:

„Sá fjöldi sem núna er við störf tel ég vera hæfilega til að leysa þau verkefni sem fyrir liggja eins og staðan er núna, taki verkefnastaðan verulegum breytingum þá kann sú forsenda að breytast. Það sem helst veldur áhyggjum okkar nú er stöðugt innstreymi nýrra mála,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari.

Ólafur bendir jafnframt á að mörg þeirra mála sem hafi verið til rannsóknar hjá embættinu vera langt komin og rannsókn lokið í allnokkrum þeirra. Tiltölulega lítill hluti málanna er á byrjunarstigi.