Félagsbústaðir skiluðu 4,5 milljarða afgangi á síðasta ári samanborið við 2,4 milljarða afgang ári áður. Afgangur ársins kemur þó alfarið til af matsbreytingum fjárfestingareigna sem námu tæplega 4,8 milljörðum króna.

Tap varð því af rekstri fyrir matsbreytingar upp á 293 milljónir króna en lækkaði þó um 265 milljónir á milli ára. Rekstrartekjur síðasta árs námu 4,5 milljörðum og jukust um 472 milljónir milli ára.

Eignir námu 93,7 milljörðum króna í árslok og jukust um ríflega 12% milli ár en félagsbústaðir keyptu alls 112 fasteignir á síðasta ári en stenft er að því að fjölga leigueiningum um 144 á yfirstandandi ári samkvæmt tilkynningu vegna uppgjörsins.