Nýskráðum fólksbílum fækkaði um 60% í júlí, samanborið við sama mánuð ársins 2007. Í ár voru skráðir 578 bílar en í fyrra voru þeir 1.486 talsins.

Fyrstu 53 daga þessa árs varð aukning í nýskráningu ökutækja en frá því í mars hefur orðið mikill samdráttur í skráningunum, borið saman við árið í fyrra.

Inni í þessum tölum eru öll ökutæki, þ.e. bílar, bifhjól, eftirvagnar o.fl.

Þetta kemur fram á vef Umferðarstofu.