Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra úthlutaði í gær rúmlega 653 milljónum króna úrFramkvæmdasjóði aldraðra til verkefna er lúta að bættum aðbúnaði aldraðra.

Í úthlutuninni fór ráðherra að öllu leyti eftir tillögum samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fer í uppbyggingu 186 nýrra hjúkrunarrýma, eða um 400 milljónir króna. Stefnt er að því að hjúkrunarrýmin verði tekin í notkun á tímabilinu 2008-2010.

75 milljónúm króna var veitt til að mæta byggingarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir geðsjúka aldraða og 15 milljónum til annarra hjúkrunarrýma. Um 55 milljónum króna er varið í að breyta fjölbýlum í einbýli og 105 milljónum til að bæta aðstöðu heimilismanna og starfsfólks á hjúkrunarheimilum.