Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af markaðsrannsóknarfyrirtækinu Ipsos hyggst 70% af kanadabúum sniðganga bandarískar vörur.

Umrædd könnun náði til um 1.000 kanadabúa og um 1.000 bandaríkjamanna. Svörin eru talin skýrt merki um að viðskiptadeilur ríkjanna tveggja séu farin að lita viðhorf almennings.

Rannsóknin sýndi einnig fram á að stór hluti svarenda, bæði kanadabúar og bandaríkjamenn, styðja stefnu forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, og sé lítt hrifinn af þeirri spennu sem Donald Trump hefur ýtt undir með því að vilja gera breytingar á NAFTA.

Í könnuninni kemur fram að 85% kanadamanna styðja NAFTA og 72% bandaríkjamanna.