Á árinu 2011 barst Vinnumálastofnun 23 tilkynningar um hópuppsagnir. Í þeim var sagt upp 752 manns. Flestar uppsagnirnar voru í byggingariðnaði, að því er Vinnumálastofnun greinir frá á heimasíðu sinni. Um þriðjungur uppsagnanna var í byggingariðnaði. Um 70% hópuppsagna voru á höfuðborgarsvæðinu.

Í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að alls var 248 einstaklingum í mannvirkjagerð sagt upp með hópuppsögnum. Í fjármálastarfsemi voru starfsmenn hundrað og 102 í upplýsingastarfsemi.

Ríflega 500 þeirra uppsagna sem tilkynnt var um á árinu 2011 komu til framkvæmda á því ári, en um 240 munu koma til framkvæmda á þessu ári. Þar af eru 85 nú í janúar.