Áætluð heildarútgjöld ríkissjóðs til ábyrgðarsjóðs launa eru 869 milljónir króna á þessu ári. Í frumvarpi til fjáraukalaga þessa árs, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, segir að greiðslur úr sjóðnum hafi verið óvenju miklar það sem af er þessu ári.

Fjárlög ársins 2008 gerðu ráð fyrir því að 555 milljónir færu til ábyrgðarsjóðsins á þessu ári. Nú er útlit fyrir að það dugi ekki til. Þess vegna er í fjáraukalagafrumvarpinu lagt til að heimildin hækki um 369 milljónir króna.

Í frumvarpinu segir meðal annars að horfur séu á því að gjaldþrotum muni fjölga á næstu mánuðum.