Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,11% og er 6.306 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.192 milljónum króna.

FL Group heldur áfram að hækka, félagið hefur hækkað um 2,68% það sem af er degi en í gær nam hækkunin 7,39%, Dagsbrún hefur hækkað um 0,7%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,58%, Glitnir hefur hækkað um 0,49% og Actavis Group hefur hækkað um 0,45%.

Flaga Group hefur lækkað um 0,78%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,76%, Avion Group lækkað um 0,62% og Kaupþings banki hefur lækkað um 0,23%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,06% og er 123,3 stig við hádegi.