Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,25% og er 6.192 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 645 milljónum króna. Á sama tíma í gær nam veltan 1.665 milljónum króna.

Kaupþing banki hefur hækkað um 0,76%, Alfesca hefur hækkað um 0,59%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,33% og Atorka Group hefur hækkað um 0,16%.

Tryggingarmiðstöðin hefur lækkað um 1,28%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,6%, Exista hefur lækkað um 0,47%, Össur hefur lækkað um 0,44% og FL Group hefur lækkað um 0,43%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,41% og er 122,9 stig.