Actavis Group hefur lokið breytingum á rekstri félagsins í Búlgaríu, samkvæmt frétt Bulgarian News Digest.

Starfsemi félagsins skiptins nú í þrennt: Actatvis EAD, Actavis Operations og Actavis Distribution Higia.

Acatvis EAD sér um sölu og markaðssetningu afurða félagsins, Actavis Operations nær yfir verksmiðjur félagsins og Actavis Distribution Higa, sem varð til eftir að félagið keypti búlgarska fyrirtækið Higia, sér um dreifingu afurða félagsins í Búlgaríu og Mið- og Austur-Evrópu.

Kaupverð Higia hefur ekki verið gefið upp en kauping voru fjármögnuð með lángtímaláni. Þetta kemur fram í tilkynningu Actavis frá því í september.

Þar segir að Actavis fái beinan aðgang að góðu dreifingarneti Higia sem nær til meira en 2.000 apóteka í Búlgaríu og Higia er með mjög sterka markaðshlutdeild í sölu til apóteka og sjúkrastofnana.

Áætluð velta Higia á árinu 2005 er yfir 85 milljónir evra (um 6,6 milljarðar króna), sem mun styðja vel við tekjuvöxt Actavis á markaðnum, en á fyrri helmingi ársins 2005 námu tekjur af sölu í Búlgaríu um 12% af vörusölu samstæðunnar (um tveir milljarðar króna), segir í tilkynningunni.