Um þrír fjórðu þeirra vinnuslysa sem meðhöndluð eru á íslenskum heilbrigðisstofnunum eru ekki tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta segir Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.

Samkvæmt greiningu hans á tjónatíðni á íslenskum vinnustöðum frá árinu 2003 til ársins 2012 eru sterk tengsl á milli aukinna umsvifa í atvinnulífinu og vinnuslysa en að almenna þekkingu skorti á kostnaði vegna þeirra.

„Ef þú skoðar tölurnar frá 2008 til 2012 þá skiptir í raun ekki máli hvaða ár það er, þetta er yfirleitt ekki nema um fjórðungur slysa sem er tilkynntur til Vinnueftirlitsins,“ segir Gísli. „Þessar tölur eru í raun hærri vegna þess að heilbrigðisstofnanir senda ekki út upplýsingar til Slysaskrár Íslands. Tíðni vinnuslysa er raunverulega hærri og það er ekki hægt að leggja fullt mat á hana.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .