Eins og áður hefur komið fram samþykkti Alþingi í kvöld ný lög sem fela í sér hækkun tekjuskatts.

Nýju lögin fela meðal annars í sér að tekjuskattur einstaklinga hækkar um 1,25 prósentustig og heimild sveitarfélaga til útsvarshækkunar hækkar um 0,25 prósentustig.

Sveitarfélög hafa eftir breytinguna heimild til að leggja á 13,28% útsvar og ríkið leggur á 24% tekjuskatt.

Aðeins átta þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þá sátu tíu þingmenn hjá, flestir úr Framsóknarflokknum en aðrir tíu voru fjarverandi.

Þá samþykktu aðeins 34 þingmenn frumvarpið sem er rétt rúmur meirihluti þingmanna. Það voru aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar sem samþykktu frumvarpið.

Þeir sem samþykktu frumvarpið úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins voru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björk Guðjónsdóttir, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Kjartan Ólafsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.   Þeir sem samþykktu frumvarpið úr þingflokki Samfylkingar voru: Árni Páll Árnason , Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðbjartur Hannesson, Gunnar Svavarsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Gunnarsson, Karl V. Matthíasson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Össur Skarphéðinsson

Þeir sem kusu nei við frumvarpinu voru allir úr þingflokki VG. Þeir voru: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson

Þá sátu sem fyrr segir tíu þingmenn hjá. Þeir voru: Birkir J. Jónsson, Eygló Harðardóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Höskuldur Þórhallsson, Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir úr Framsóknarflokknum auk þess sem þingmenn Frjálslynda flokksins, þeir Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sátu hjá.

Þá voru eftirtaldir þingmenn fjarstaddir: Ágúst Ólafur Ágústsson, Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Einar Már Sigurðarson, Guðjón A. Kristjánsson, Helgi Hjörvar, Rósa Guðbjartsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backman.

Sjá nánar vef Alþingis.