Carbon Recycling International (CRI) vinnur að því að stækka verksmiðju sína við virkjun HS Orku á Svartsengi á Reykjanesi. Stefnan er að þrefalda framleiðslu á metanóli fyrir mitt næsta ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að nú eru framleiddir 1,7 milljónir lítra af metanóli í verksmiðju CRI á hverju ári. Horft er til þess að um mitt næsta ár verði framleiðslan komin í 5,1 milljón lítra.

Í blaðinu segir ennfremur að fjallað sé um Carbon Recycling International í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal og kosti metanóls sem orkugjafa í samhengi við framtíðarskuldbindingar Bandaríkjanna um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Carbcon Recycling International er nefnt sérstaklega sem dæmi um það hvað er mögulegt enda fyrirtækið leiðandi í heiminum á sínu sviði.

Carbon Recycling International framleiðir metanól úr útblæstri verksmiðju HS Orku á Svartsengi en metanólblandað bensín er notað í milljónir bíla í Evrópu. Bandaríkin eru langt á eftir í þeirri þróun, að því er segir í Wall Street Journal.