Marel hélt kynningarfund fyrir fjárfesta í gær þar sem farið var yfir kaup félagsins á hollenska fyrirtækinu MPS meat processing systems. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir MPS vara leiðandi aðila í frumvinnslu á kjöti á heimsvísu. Marel sé hins vegar leiðandi fyrirtæki í seinni hluta vinnslunnar. „Saman getum við komið með heildarverksmiðjur fyrir viðskiptavini í kjötmarkaði,“ segir hann.

Spurður um það hvaða áhrif sameiningin muni hafa á afkomu Marel segi Árni að hún sé svipuð sameiningunni við Stork Food Systems sem var leiðandi í heildarlausnum í kjúklingi. Á þeim átta árum sem liðu frá sameiningunni við Stork hafi Marel náð 6% árlegum vexti í tekjum.

„Við teljum að okkar markaðir muni vaxa um 4-6% á ári og með aukinni markaðssókn og nýsköpun ætlum við okkur að vaxa hraðar en markaðurinn,“ segir Árni.