Byggingameistarinn Hreiðar Hermannsson, faðir knattspyrnukappans Hreiðars Hermannssonar, hefur fengið vilyrði fyrir lóðum undir heilsárshótel í nokkrum byggðakjörnum á Suðurlandi. Hreiðar er framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Stracta . Hótelin verða byggð á kanadískum húsaeiningum sem notaðar voru sem vinnubúðir hjá Fjarðaráli í Reyðarfirði og Hreiðar keypti fyrir nokkru. Gert er ráð fyrir því að þrjú hótel opni fyrir næsta sumari.

Áformað er að hvert hótel verði um 3.000 til 3.500 fermetrar að stærð og verði þau í Mýrdal, á Hvolsvelli, Stokkseyri, í Reykholti í Biskupstungum og í Hveragerði. Lengst er málið komið á Hellu en þar hefur byggingafyrirtæki Hreiðars fengið úthlutað lóð í eigu sveitarfélagsins fyrir 100 herbergja hótel með fundar- og veitingasölum á bökkum Rangár.

Haft er eftir Hreiðari í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni að verið sé að kortleggja markaðssetningu á hótelum sem þessum og tilgangurinn sá að fólk gisti þar í þrjár til fimm nætur.