Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik lækkaði um 0,78% í Kauphöllinni í dag og bréf Haga-samstæðunnar um 0,55%.

Þetta var eina gengisbreytingin í Kauphöllinni í afar dræmum viðskiptum eða upp á rúmar 15,5 milljónir króna. Mestu viðskiptin voru með bréf Haga, upp á 10,4 milljónir króna. Engin velta var með bréf Marel.

Úrvalsvísitalan lækkaði í lok dags um 0,09% og endaði hún í 1.004,89 stigum.