Ekki er útilokað að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar muni ekki komast til annarrar umræðu áður en sumarhlé hefst á Alþingi. Verði það raunin mun þurfa að vinna málið upp á nýtt, standi til að gera það aftur.

Ástæðan er sú að stór stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram undanfarið, eins og til dæmis frumvörp um veiðigjöld, auk þess sem önnur stjórnarfrumvörp verða tekin til annarrar umræðu á næstu dögum.

„Við erum að vinna í því að fá úttekt á hagfræðilegum áhrifum frumvarpsins,“ segir Vilhjálmur.