*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 12. október 2016 14:54

Áfengissala dregst saman í Fríhöfninni

Í kjölfar nýrra reglna um tollfrjálsan innflutning á áfengi, þá hefur áfengissala í Fríhöfninni dregist saman.

Ritstjórn
Júlíus Sigurjónsson

Eftir að nýjar reglur um tollfrjálsan innflutning á áfengi tóku gildi, þá hefur áfengissala í Fríhöfninni dregist saman. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista.is.

Nýju reglurnar tóku gildi 17. júní og því er komin 4 mánaða reynsla á fyrirkomulagið. Samkvæm nýja fyrirkomulaginu þá þurfa flugfarþegar ekki lengur að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór líkt og tíðkaðist áður. Heldur geta þeir nýtt allan tollinn til að kaupa aðeins sterkt áfengi, léttvín eða bjór og miðast hámarkið við 6 einingar.

Vefmiðillinn Túristi ræddi við Þorgerði Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, en hún tók fram í viðtalinu að þrátt fyrir að í frumvarpi fjármálaráðherra um nýjan tollkvóta var búist við aukinni sölu í komuverslun breytingana, en annað kom á daginn að sögn Þorgerðar.

Hún bendir jafnframt á að nýja einingakerfið sé í raun flóknara því samsetningarmöguleikarnir eru svo margir. En hún bætir þó við að þetta verði hugsanlega auðveldara þegar frekari reynsla sé komið á einingakerfið.

Stikkorð: áfengi Fríhöfnin sala tollur dregst saman
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is