Rekstrarniðurstaða A hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 var neikvæð um tæplega 789 milljónir króna, samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi sem var lagður fyrir borgarráð í dag. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 685 milljóna halla.

Skatttekjur á tímabilinu námu um 12,5 milljörðum og aðrar tekjur um 2,5 milljörðum króna. Skatttekjur voru um 200 milljónum lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Laun og launatengd gjöld voru 8,2 milljarðar á tímabilinu og annar rekstrarkostnaðu 6,7 milljarðar.

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar .