Velta Stork samstæðunnar jókst á síðasta ári um 9% í evrum talið og er 1.8 milljarður evra eða um 250 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður vex mikið og reiknast 175 milljónir evra eða um 25 milljarðar króna.

Samkvæmt tilkynningu félagsins er pantannastaða góð og eykst um 20% á milli ára sem verður að teljast óvanalegt fyrir iðnfyrirtæki um þessar mundir. Skuldir félagsins lækka vegna mikils og góðs sjóðsstreymis og sölu á margvíslegum eignum sem tilheyra ekki kjarnastarfsemi.

Félagið er vel fjármagnað til lengri tíma með lán til 8 ára að meðaltali og góða sjóðsstöðu upp á 330 milljónir evra eða hátt í 50 milljarða króna. Hægt hefur verið á yfirtökum á öðrum félögum, þess í stað sjóðsstaða bætt með sölu eigna á síðast ári.

Félagið er í eigu Candover 2005 sjóðsins, Eyris Invest (sem á 17% hlut) og stjórnenda félagsins.