Velta á fasteignamarkaði í síðustu viku nam 4,5 milljörðum króna og dróst saman um 12% frá fyrri viku, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Ef litið er á breytingu á milli ára og miðað við fjögurra vikna meðaltal veltu, sést að veltan hefur aukist um 39% frá sama tíma í fyrra. Þetta er heldur meiri aukning á fjögurra vikna meðalveltu en í síðustu viku.

Meðfylgjandi línurit sýnir breytingu á veltu á milli ára. Miðað er við fjögurra vikna meðalveltu til að jafna út skammtímasveiflur og eins og sjá má hefur orðið mikil veltuaukning frá því um miðbik ársins, eftir litlar ársbreytingar veltu framan af ári.

Veltuaukningin hefur þó dregist hratt saman frá því í haust, sem er vísbending um að spenna á fasteignamarkaði fari minnkandi. Önnur vísbending og skýrari kom fram í síðustu viku, en eins og vb.is hefur greint frá .