Samfylkingin ætti að setja inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem skilyrði fyrir aðild að næst ríkisstjórn.

Þetta sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, á viðskiptaþingi sem nú stendur yfir.

Ágúst Ólafur sagði nauðsynlegt að Ísland gengi í Evrópusambandið sem fyrst. Þannig yrði hægt að fá stöðugan gjaldmiðil og lægri vexti. Hann sagði vissulega marga galla fylgja aðild en kostirnir væru fleiri.