Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að hann hafi áhuga á að koma á fríverslunarsambandi við Bandaríkin og sagði að Ísland myndi ekki njóta góðs af því að ganga í Evrópusambandið, segir í frétt Dow Jones.

Þetta kom fram í tölu sem Geir hélt í sínum gamla háskóla, Johns Hopkins School of Advanced International Studies, sem hann sótti fyrir um 30 árum síðan. En Geir er hefur fundað þar með Susan Schwab, viðskiptasendiðherra Bandaríkjanna.

Geir sagði að Ísland muni ekki bíða efnahagslegan skaða af lokun herstöðvarinnar í Keflavík, segir í fréttinni.