Áhugi á lóðum í Kópavogi virðist vera að glæðast en frá áramótum hefur bænum 11 umsóknir um sérbýlislóðir og 8 umsóknir um fjölbýlislóðir. Á fyrstu mánuðum ársins 2010 bárust tvær umsóknir um sérbýlislóðir.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ og er haft eftir Guðríði Arnardóttur, formanni bæjarráðs að þetta séu góðar fréttir. „Hér í Kópavogi eigum við lóðir á mjög eftirsóttum stöðum og augljóslega eru þetta lóðirnar sem fyrstar ganga út á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikið spurt núna um lóðir í bænum, bæði undir sérbýli  og fjölbýli og ég veit að byggingaraðilar eru að fara af stað með framkvæmdir á einhverjum þeirra.“