Stjórnvöld hafa fylgst náið með ferli dómsmála er varða gengistryggðu bílalánin og munu ákvarðanir um aðgerðir af hálfu stjórnvalda í kjölfar dóma Hæstarétts verða teknar á grundvelli greiningar sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur gert. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Hæstiréttur kvað upp dóm í tveimur málum um gengistryggð bílalán í dag og segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu að málin varði fyrst og fremst aðila máls en hafa einnig almenn áhrif á viðskipti fjármálafyrirtækja og lántakenda. Nánar verður skýrt frá ákvörðunum um stjórnvaldaðgerðir á næstu dögum.