Álag á ríkisskuldabréf Ítalíu og Spánar hrundi í morgun. Álag á 10 ára ítölsk bréf hefur lækkað um 12% frá opnun markaða, í 5,35% en álagið var 6,2% fyrir helgi.

Sömu sögu er að segja af álaginu á spænsk bréf. Álagið hefur lækkað um 13% frá opnun í morgun og stendur í 5,25% en bar 6,2% fyrir helgi.

Allt bendir til að Seðlabanki Evrópu hafi keypt skuldabréf Ítalíu og Spánar í morgun. Bankinn boðaði inngrip í fréttatilkynningu í gærkvöldi.

Bankar á Ítalíu og Spáni hafa hækkað mikið það sem af er degi.