Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF - International Monetary Fund) segir uppsveiflu á olíuverði síðustu vikur hafa verið drifna áfram af spákaupmönnum. Slíkt muni ekki halda til lengdar.

„Við reiknum því ekki með að olíuverðið fari mikið yfir 70 dollara (á tunnu)," sagði Olivier Blanchard í samtali við fréttastofu Reuters.