Matsfyrirtækið Moody's hefur endurskoðað lánshæfishorfur Spánar úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunnir landsins eru eftir sem áður fastar í fjárfestingarflokkinum Baa3. Þetta er engu að síður lægsta einkunn Moody's. Allar lánshæfiseinkunnir undir Baa eru samkvæmt skilgreiningu Moody's í ruslflokki. Eftir að fasteignabólan sprakk á Spáni og skuldakreppan á evrusvæðinu tók að bíta hefur landið rambað á barmi ruslflokksins.

Moody's skrifar bættar horfur á framfarir í efnahagsmálum í kjölfar kreppunnar enda virðist sem stjórnvöldum sé að koma spænsku þjóðarskútunni aftur á réttan kjöl. Af þeim sökum séu fremur litlar líkur á að lánshæfishorfur verði færðar niður á ný.

Moody's er síðasta matsfyrirtækið til að endurskoða lánshæfishorfur Spánar til hækkunnar. Fitch gerði það snemma í síðasta mánuði. Standard & Poor’s gerði það í síðustu viku þegar horfur voru færðar úr neikvæðum í stöðugar. Þar á bæ eru lánshæfiseinkunnir einni skör ofan við ruslflokk.